top of page

Upplýsingar um Hringleikahúsið í Róm

Bygging hringleikahússins í Róm

Hringleikahúsið í Róm er stærsta hringleikahús sem hefur verið byggt en það var búið til úr Travertine kalksteini. Bygging þess hófst árið 72 og lauk byggingu fyrstu þriggja hæðanna árið 79 undir stjórn Vespasians keisara, fjórða hæðin var síðan byggð árið 80 undir stjórn Titusar (sonar Vespasians). Domitian (yngri bróðir Titusar, sem komst til valda eftir dauða hans) byggði hypogeum (neðanjarðargöng) undir hringleikahúsinu en þar voru allskonar herbergi, klefar og göng.

Áhorfendapallarnir

Um 50.000 manns komust fyrir á áhorfendapöllunum. Áhorfendapöllunum var skipt í svæði eftir stöðu fólks í samfélaginu. Keisarinn  og fjölskylda hans sátu á sérstöku svæði neðarlega á áhorfendapöllunum. Öldungardeildarþingmenn og annað hátt sett fólk sat einnig neðarlega. Fyrir ofan þau sátu riddarar. Næsta svæði var skipt í tvö svæði, fyrir neðan sátu ríkir almennir borgarar og fyrir ofan þau sátu almennir borgarar. Efst stóðu konur.

Stærð Hringleikahússins í Róm

Hringleikahúsið er 189 metra langt og 156 metra breitt. Að utan er veggurinn 48 metra hár. Leikvangurinn þar sem sýningarnar fóru fram var 87x55 m. Gólfið var búið til úr viðarplönkum. Þegar sýningarnar voru var leikvangurinn hulinn gulum sandi.

 

Sýningarnar í hringleikahúsinu

Hringleikahúsið var notað til bardaga skylmingaþræla, sjóorustuleikja, aftaka glæpamanna, dýrafórna o.fl.

Þegar Titus var við völd (árið 80) hélt hann eitt sinn risastóra leika, þegar áhorfendurnir voru við það að yfirgefa hringleikahúsið fyllti hann leikvanginn af vatni og hóf sjóorrustleika (navalia proelia). Á sjóorrustuleikunum voru velbúin skip þar sem þrælar og fangar voru um borð og voru þeir látnir berjast.

Önnur tegund af leikum sem var mun algengari, voru bardagar skylmingaþræla (munera). Sumir skylmingamannanna voru sjálfboðaliðar sem hættu lífi sínu og  samfélagsstöðu sinni með því að birtast á leikvangnum.

Flestir skylmingamannanna voru þrælar, glæpamenn eða stríðsfangar sem voru neyddir í hlutverk skylmingaþræla. Þrælar eða fangar gátu unnið frelsi sitt aftur með því að vinna bardaga og gátu þá fengið leyfi til að eiga í sambandi við konur en þeir máttu þó ekki verða rómverskir borgarar.

Stundum voru skylmingarþrælarnir látnir berjast við dýr og stundum dýr hvert við annað. Bardagar dýra kölluðust venatio.

Allt að 11.000 dýrum var slátrað á stórum uppákomum – ljónum, björnum, nautgripum, flóðhestum, tígrum og krókódílum. Yfir 1 milljón dýra dóu af völdum leikanna.

Aftökur glæpamanna voru einnig meðal þeirra sýninga sem fóru fram.

Kalksteinn

Hringleikahúsið í Róm var byggt úr Travertine kalksteini en

kalksteinn er náttúrsteinn með ljósleitri áferð. Hann minnir að mörgu leyti á sandstein í útliti en er þéttari í sér og hentar því betur á álagsfleti. Hann er til í ýmsum útgáfum; smákornóttur, einsleitur eða með æðum, allt eftir því hvaðan hann kemur úr heiminum. Kalksteinn er myndbreytt berg sem myndast í grunnsævi, hann fer ofan í jörðina og þjappast saman og hitnar. Kalksteinn er leifar lífvera, t.d. skelja og lífvera úr kalki.

Heimildir:

http://www.figaro.is/frodleikur/kalksteinn/  sótt: 27. maí 2016

http://geology.com/rocks/limestone.shtml sótt: 27. maí 2016

W.R. Hamilton, A.R. Woolley og A.C. Bishop (1992). Minerals Rocks And Fossils. Hamlyn.

bottom of page